Erlent

Eldur braust út í dýragarðinum í London

Anton Egilsson skrifar
Frá dýragarðinum í London.
Frá dýragarðinum í London. Vísir/AFP
Eldur braust út í dýragarðinum í London laust eftir klukkan sex í morgun. Ekki er vitað til þess að nein dýr hafi slasast í eldsvoðanum.

Að því er fram kemur í frétt BBC urðu töluverðar skemmdir á kaffihúsi og verslun dýragarðsins vegna eldsins. Verður garðurinn, sem staðsettur er í Regent garði í miðborg London, lokaður í dag.

Yfir 70 slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að ráða niðurlögum eldsins og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir. Eldsupptök er enn ókunn.  

„Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að ná tökum á eldinum og aftra því að eldurinn bærist til nærliggjandi svæða þar sem dýr halda til” sagði Clive Robinson, slökkviliðsstjóri á svæðinu, í samtali við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×