Erlent

Að minnsta kosti 100 látið lífið í óveðri á Filippseyjum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Að minnsta kosti 100 hafa látið lífið í kjölfar óveðurs sem gekk yfir suðurhluta Filippseyja í nótt. Mikil úrkoma er á svæðinu og víða flæddu ár yfir bakka sína.

Ástandið er hvað verst á eynni Mindanao þar sem aurskriður féllu á tvo bæi og ollu mikilli eyðileggingu en þar hafa björgunarmenn verið að störfum við að grafa fólk úr rústum húsa. Þá fór rafmagn af stórum svæðum og hefur það truflað björgunarstörf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×