Fótbolti

Rekinn viku eftir að hann sneri aftur eftir krabbameinsmeðferð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eduardo Berizzo tók við Sevilla í sumar en entist ekki lengi í starfi.
Eduardo Berizzo tók við Sevilla í sumar en entist ekki lengi í starfi. vísir/getty
Sevilla rak í gær knattspyrnustjórann Eduardo Berizzo eftir tæpt hálft ár í starfi.

Berizzo tók við Sevilla af Jorge Sampaoli í sumar og skrifaði undir tveggja ára samning við spænska félagið.

Fyrir mánuði greindist Berizzo með blöðruhálskrabbamein. Hann sneri aftur til starfa í síðustu viku eftir að hafa gengist undir krabbameinsmeðferð. Nú er hann hins vegar atvinnulaus.

Berizzo skilur við Sevilla í 5. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar auk þess sem liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×