Fótbolti

Emil hélt upp á nýja samninginn með stórsigri á gömlu félögunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik.
Emil kom inn á sem varamaður um miðjan seinni hálfleik. vísir/getty
Emil Hallfreðsson lék síðustu 23 mínúturnar þegar Udinese vann stórsigur á Verona, 4-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Emil skrifaði undir nýjan samning við Udinese í gær og hélt upp á það með sigri á sínu gamla félagi. Þetta var fjórði sigur Udinese í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar.

Napoli náði fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með 3-2 sigri á Samdoria á heimavelli. Allan, Lorenzo Insigne og Marek Hamsik skoruðu mörk Napoli sem hefur unnið tvo leiki í röð.

Juventus getur minnkað forskot Napoli niður í eitt stig með sigri á Roma í kvöld.

Inter tapaði óvænt fyrir Sassuolo, 1-0, á útivelli. Inter hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum og er fimm stigum á eftir Napoli.

Úrslitin í dag:

Udinese 4-0 Verona

Napoli 3-2 Sampdoria

Sassuolo 1-0 Inter

Lazio 4-0 Crotone

Genoa 1-0 Benevento

Spal 2-2 Torino


Tengdar fréttir

Emil áfram hjá Udinese

Emil Hallfreðsson hefur framlengt samning sinn við ítalska félagið Udinese og er nú skuldbundinn félaginu út júní 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×