Erlent

Höfðar mál gegn Nelly fyrir nauðgun og meiðyrði

Samúel Karl Ólason skrifar
Cornell Iral Haynes Jr, eða Nelly.
Cornell Iral Haynes Jr, eða Nelly. Vísir/GEtty
Kona sem segir tónlistarmanninn Cornell Iral Haynes Jr, eða Nelly, hafa nauðgað sér hefur höfðað mál gegn honum. Bæði fyrir hina meintu nauðgun og meiðyrði eftir að hann sagði hana vera að ljúga um nauðgunina. Nelly var handtekinn og fangelsaður tímabundið í október eftir að ásakanirnar voru fyrst lagðar fram.

Sjá einnig: Nelly handtekinn grunaður um nauðgun



Málið var hins vegar látið falla niður í síðustu viku og sagði lögreglan að það hefði verið gert þar sem ekki væri hægt að rannsaka það frekar án samstarfs konunnar. Hún vildi stöðva rannsókn lögreglunnar.

Lögmaður konunnar, sem heitir Monique Greene og er 21 árs háskólanemi, segir að hún hafi ákveðið að höfða mál eftir að Nelly sagði opinberlega að hún hefði logið til um nauðgunina.

„Hún vildi ekki í fyrstu berjast fyrir þessu. Hún vildi ekki að nokkur vissi hvað hefði komið fyrir hana. Hún ákvað að standa á sínu eftir síðustu hræðilegu færslu sem þeir birtu gegn henni,“ sagði Karen Koehler, samkvæmt frétt Seattle Times.



Greene segir nauðgunina hafa átt sér stað í rútu Nelly og að eftir að hann hafi nauðgað henni hafi hann ýtt henni út úr rútunni og kastað í hana hundrað dala seðli. Hún hringdi á leigubíl og svo í Neyðarlínuna. Eftir það gekkst hún undir skoðun lækna og var Nelly handtekinn í kjölfarið.

Scott Rosenblum, lögmaður Nelly, segir málshöfðunina ekki koma sér á óvart og að Nelly muni höfða mál eigið mál gegn konunni.

„Við höfum alltaf talið ásakanir hennar snúast um græðgi,“ sagði Rosenblum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×