Erlent

Norður-Kórea segir hertar þvinganir vera stríðsyfirlýsingu

Birgir Olgeirsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Nordicphotos/AFP
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hertar þvinganir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn þjóðinni í síðustu viku vera stríðsyfirlýsingu. Á vef Reuters er greint frá yfirlýsingu ráðuneytisins en þar er því haldið fram að þeim sem studdu þessar hertar þvinganir verði refsað.

Ályktun Bandaríkjamanna um hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu var samþykkt samhljóða í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna síðastliðið föstudagskvöld. Í henni er kveðið á um aðgerðir til að draga úr olíubirgðum landsins um allt að 90%.

Tilefni refsiaðgerðanna eru ítrekaðar eldflauga- og kjarnorkutilraunir stjórnvalda í Pjongjang. Í ályktuninni sem öryggisráðið samþykkti er kveðið á um að allir Norður-Kóreumenn sem vinna erlendis þurfi að snúa til síns heima innan 24 mánaða.

Fjöldi refsiaðgerða af hálfu Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna voru fyrir í gildi.

Fréttastofa norður kóreska ríkissjónvarpsins flutti ályktun frá utanríkisráðuneytinu en þar kom fram að Bandaríkin séu lafhrædd við kjarnorkuvopnamátt Norður Kóreu og sjáist það best vegna þessara hertu þvinganna. Kjarnorkuvopnaprófanir Norður Kóreu væru því gerðar í því skyni til að verja þjóðina fyrir yfirgangi Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×