Fótbolti

Stjóri Valencia keyrði á villigrís

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marcelino komst heill heim yfir jólin
Marcelino komst heill heim yfir jólin Vísir/EPA
Knattspyrnustjóri Valencia lenti í einkar óheppilegu bílslysi í dag.

Spánverjinn Marcelino Garcia var að aka heim til sín til að halda jólin með fjölskyldu sinni þegar hann keyrði á villigrís á hraðbraut á Spáni.

Í yfirlýsingu frá félaginu segir að Marcelino hafi verið fluttur á sjúkrahús til skoðunnar, en sé útskrifaður heilu og höldnu.

Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvernig hafi farið fyrir grísnum sem villtist fyrir bíl Marcelino, en atvikið gæti komið í veg fyrir að stjórinn gæði sér á hamborgarsteik yfir hátíðarnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×