Erlent

Fjórir fórust í slysi í Moskvu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í Moskvu.
Frá vettvangi slyssins í Moskvu. Vísir/EPA
Fjórir eru látnir og fimmtán slasaðir eftir að ökumaður missti stjórn á strætisvagni með þeim afleiðingum að hann hafnaði á inngangi neðanjarðarlestarstöðvar í Moskvu, Rússlandi. 




Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. 

Myndband úr öryggismyndavél sýnir þegar vegfarendur reyndu að forða sér undan strætisvagninum á meðan hann rann niður tröppur stöðvarinnar sem er nærri Slaviansky-breiðgötunnar í vestur Moskvu.

Fjórir eru látnir og fimmtán slasaðir eftir þetta slys.Vísir/EPA
Tildrög slyssins liggja fyrir en ekki er talið að um viljaverk sé að ræða. Talið er að annað hvort hafi bremsur strætisvagnsins bilað eða þá að ekið hafi verið utan í hann. 

Bílstjórinn var yfirheyrður af lögreglu en hann er sagður hafa verið allsgáður við stýri. 



Tuttug og einn lét lífið þegar lest fór út af sporinu nærri sömu lestarstöð í júlí árið 2014. 




Dagurinn í dag er venjulegur virkur dagur í Moskvu en jól eru haldin 7. janúar í Rússlandi eftir tímatali rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Tildrög slyssins liggja fyrir en ekki er talið að um viljaverk sé að ræða.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×