Enski boltinn

Mourinho: Burnley mun berjast um meistaradeildarsæti

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho
José Mourinho vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Burnley sé eitt af þeim liðum sem mun berjast um meistaradeildarsæti út leiktíðina.

 

Manchester United tekur á móti Burnley sem situr í sjöunda sæti deildarinnar eins og er, þremur stigum á eftir Liverpool sem situr í fjórða sætinu.

 

,,Leikmenn Burnley hafa staðið sig eins og hetjur. Ef markmiðið þeirra var að halda sér í deildinni þá getum við sagt að því markmiði hafi verið náð,” sagði Portúgalinn.

 

,,Ef markmiðið hjá þeim er að enda í efri hluta deildarinnar þá munu þeir náð því og ef markmiðið hjá þeim er að næla sér í meistaradeildarsæti þá munu þeir berjast um það alla leiktíðina,” bætti Mourinho við.

 

,,Maður þarf aðeins að líta á hversu mörg mörk þeir hafa fengið á sig, þar liggur styrkleikinn þeirra.”

 

Leikur Manchester United og Burnley hefst klukkan 15:00 í dag.

 


Tengdar fréttir

Mata: Verðum að klára leikina

Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að liðið verði að koma sér í gegnum jólatörnina eftir léleg úrslit gegn Bristol og Leicester í síðustu tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×