Fótbolti

Messi labbaði í 75 mínútur í El Clasico

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi er ekkert að eyða of mikilli orku í að hlaupa
Lionel Messi er ekkert að eyða of mikilli orku í að hlaupa Vísir/Getty
Argentínumaðurinn Lionel Messi átti stóran þátt í sigri Börsunga á Real Madrid á Þorláksmessu. Hann var hins vegar labbandi stærstan hluta leiksins.

El Periodico veitir tölfræði úr leikjum og fór fyrirtækið vel og vandlega yfir allar 90 mínútur leiksins og komst að því að Messi var labbandi 83 prósent leiksins. Það eru tæpar 75 mínútur.

Hann skokkaði 10 prósent, hljóp tæp 5 prósent og aðeins 1,15 prósent leiktímans var Argentínumaðurinn á spretti.

Messi þarf að spara rafhlöðurnar, en hann er eini útileikmaður Barcelona sem hefur spilað hverja einustu mínútu í La Liga deildinni til þessa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×