Innlent

Gul viðvörun á Suðausturlandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum
Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum Veðurstofa Íslands

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er svokölluð „gul viðvörun“ í gildi á Suðausturlandi í dag. Má búast við allhvassri eða hvassri norðanátt undir Vatnajökli í dag og snörpum vindhviðum nærri fjöllum þar. Norðan 13 til 20 metrar á sekúndu, með vindhviður að 35 metrum á sekúndu undir Vatnajökli, einkum austan Öræfa.

Norðaustanlands frá Eyjafirði og austur um á Austfirði er spáð hríðarveðri með blindu og mögulegri ófærð frá því síðdegis og fram á kvöld. N-átt 15-18 m/s svo sem á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði.  

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:

Vaxandi norðlæg átt og él N- og A-lands, 10-18 m/s og snjókoma eftir hádegi, hvassast SA-til, en annars bjartviðri að mestu. Hægari og úrkomuminni á morgun, en áfram él fyrir norðan og austan. Frost 1 til 11 stig, mest inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en austan 8-13 m/s og stöku él við S-ströndina. Frost 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:
Austlæg átt, 8-13 m/s og víða él eða dálítil snjókoma, síst þó á V-landi. Talsvert frost á öllu landinu.

Á laugardag, sunnudag (gamlársdagur) og mánudag (nýársdagur):
Útlit fyrir norðan- og norðaustanátt og með éljum eða snjókomu víða á landinu, en yfirleitt bjartviðri SV-til. Áfram kalt í veðri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.