Enski boltinn

Pulis tekinn við hjá Boro

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tony Pulis er kominn með nýja vinnu
Tony Pulis er kominn með nýja vinnu Vísir/Getty
Middlesbrough réði í dag Tony Pulis sem nýjan knattspyrnustjóra félagsins.

Garry Monk var rekinn frá félaginu á Þorláksmessu eftir sigurleik gegn Sheffield Wednesday og töldu margir að ástæða brottreksturs Monk væri til þess að gera pláss fyrir Pulis.

Pulis 59 ára og hefur komið víða við. Nú síðast var hann stjóri West Brom, en hann var látinn fara þaðan í nóvembermánuði. Áður hefur hann meðal annars stýrt Stoke, Bournemouth og Crystal Palace.

Nýi stjórinn mun horfa á lið sitt úr stúkunni í dag þegar Bolton kemur í heimsókn.

„Ég hlakka til verkefnisins,“ sagði Tony Pulis í tilkynningu frá félaginu. „Fyrsta verkefnið er að kynnast félaginu og svo reynum við að fá eins mörg stig og við getum eins fljótt og hægt er.“

Middlesbrough er í níunda sæti ensku 1. deildarinnar, þremur stigum frá umspilssæti.



 


Tengdar fréttir

Monk var rekinn svo Pulis gæti tekið við

Garry Monk var rekinn úr starfi hjá Middlesbrough til þess að staðan væri laus fyrir Tony Pulis. Þetta segir í breski miðillinn Independent í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×