Enski boltinn

Spánverjarnir í aðalhlutverki hjá Chelsea | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Álvaro Morata fagnar marki sínu.
Álvaro Morata fagnar marki sínu. vísir/getty
Chelsea vann sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum þegar liðið bar sigurorð af Brighton, 2-0, á Stamford Bridge í dag.

Álvaro Morata kom Chelsea yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá César Azpilicueta. Þetta er sjötta markið sem Azpilicueta leggur upp fyrir Morata á tímaiblinu.

Annað mark Chelsea var einnig spænskt. Marcos Alonso skoraði þá eftir sendingu frá Cesc Fábregas.

Bournemouth og West Ham gerðu 3-3 jafntefli í ótrúlegum leik á Vitality vellinum.

Callum Wilson skoraði jöfnunarmark Bournemouth þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Fjórum mínútum áður hafði Marko Arnautovic komið West Ham í 2-3 með sínu öðru marki. Austurríksmaðurinn hefur skorað fimm mörk í síðustu fimm deildarleikjum Hamranna.

West Ham er í 17. sæti með 18 stig, einu stigi og einu sæti á undan Bournemouth.

Watford vann kærkominn sigur á Leicester City, 2-1. Sigurmarkið var sjálfsmark Kaspers Schmeichel, markvarðar Leicester.

Á John Smith's vellinum skildu Huddersfield og Stoke City jöfn, 1-1.

Jesse Lingard tryggði Manchester United stig gegn Burnley á Old Trafford. Lokatölur 2-2.

West Brom og Everton gerðu markalaust jafntefli á The Hawthornes. Everton hefur ekki enn tapað leik undir stjórn Sams Allardyce.

Harry Kane skoraði þrennu þegar Tottenham vann Southampton, 5-2, í hádegisleiknum.

Úrslitin í dag:

Chelsea 2-0 Brighton

1-0 Álvaro Morata (46.), 2-0 Marcos Alonso (60.).

Bournemouth 2-2 West Ham

0-1 James Collins (7.), 1-1 Dan Gosling (29.), 2-1 Nathan Aké (57.), 2-2 Marko Arnautovic (81.), 2-3 Arnautovic (89.), 3-3 Callum Wilson (90+3.).

Huddersfield 1-1 Stoke

1-0 Tom Ince (10.), 1-1 Ramadan Sobhi (60.).

Watford 2-1 Leicester

0-1 Riyad Mahrez (37.), 1-1 Molla Wagué (45.), 2-1 Kasper Schmeichel, sjálfsmark (65.).

Man Utd 2-2 Burnley

0-1 Ashley Barnes (3.), 0-2 Steven Defour (36.), 1-2 Jesse Lingard (53.), 2-2 Lingard (90+1.).

West Brom 0-0 Everton

Tottenham 5-2 Southampton

1-0 Harry Kane (22.), 2-0 Kane (39.), 3-0 Dele Alli (49.), 4-0 Son Hueng-Min (51.), 4-1 Sofiane Boufal (64.), 5-1 Kane (67.), 5-2 Dusan Tadic (82.).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×