Enski boltinn

Hörður Björgvin og félagar upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.
Hörður Björgvin lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir Bristol City sem lyfti sér upp í 2. sæti ensku B-deildarinnar með 2-0 sigri á Reading á heimavelli í dag.

Bristol City vann frækinn sigur á Manchester United í síðustu viku og hefur gengið allt í haginn í ensku B-deildinni að undanförnu.

Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading en var tekinn af velli á 75. mínútu. Reading er um miðja deild.

Aron Einar Gunnarsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Cardiff City tapaði 2-4 fyrir Fulham á heimavelli. Velska liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og er dottið niður í 3. sæti deildarinnar.

Leeds United vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Burton Albion, 1-2, á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×