Erlent

Áin hrifsaði þá til sín að morgni jóladags

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slysið átti sér stað í vesturhluta Írlands.
Slysið átti sér stað í vesturhluta Írlands. Skjáskot/Google Maps
Tveir menn létust er bíll þeirra féll ofan í Carrowniskey-ána í vesturhluta Írlands snemma á jóladag. Fjölskyldur mannanna, sem báðir voru á þrítugsaldri, eru harmi slegnar vegna slyssins. The Guardian greinir frá.

Talið er að mennirnir tveir, Declan Davitt og Martin Needham, hafi verið að stytta sér leið yfir ána þegar slysið varð. Vaðið yfir ána er mikið notað meðal heimamanna en aðstæður voru óvenju slæmar á jóladagsmorgun vegna votviðris undanfarna daga. Straumurinn var því mjög þungur og hrifsaði bíl mannanna með sér.

Gríðarleg sorg hefur gripið um sig meðal íbúa í heimabæ mannanna vegna slyssins. Þeir voru áberandi í félagsstarfi og einstaklega vel liðnir í bænum, að því er fram kemur í frétt Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×