Fótbolti

Toure rífur fram landsliðsskóna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Yaya er hér ásamt Pep Guardiola, stjóra sínum hjá City.
Yaya er hér ásamt Pep Guardiola, stjóra sínum hjá City. vísir/getty
Miðjumaður Man. City, Yaya Toure, hefur ákveðið að rífa fram landsliðsskóna og byrja að spila með landsliði Fílabeinsstrandarinnar á nýjan leik.

Þessi 34 ára gamli kappi lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir rúmlega einu ári síðan. Þá var hann búinn að spila yfir 100 leiki fyrir sína þjóð.

„Ég elska landið mitt og er klár í að spila ef ég fæ kallið,“ skrifaði Toure á Twitter.

„Ég vil hjálpa næstu kynslóð og nýta mína reynslu til þess að hjálpa henni svo landar mínir geti áfram verið stoltir af landsliðinu.“

Toure hefur aðeins spilað þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ætti að því vera nokkuð ferskur ef hann verður kallaður í landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×