Enski boltinn

Jói Berg bestur á Old Trafford

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg og félagar fóru sáttir heim af Old Trafford í gær
Jóhann Berg og félagar fóru sáttir heim af Old Trafford í gær vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var frábær í liði Burnley sem gerði 2-2 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í gær.

Frammistaða hans fór ekki framhjá enskum fjölmiðlum og var hann valinn maður leiksins hjá Sky Sports með 8 í einkunn.

„Taktík Burnley var fullkomin í rúman klukkutíma og íslenski miðjumaðurinn Guðmundsson var allt í öllu sem lið Sean Dyche gerði á vallarhelmingi United,“ segir í umsögn Sky Sports.

Fyrra mark Burnley kom upp úr aukaspyrnu frá Jóhanni á fyrstu mínútum leiksins og allar fyrirgjafir hans ollu varnarmönnum United vandræðum í teignum.

Einkunnir Sky Sports:

Man. Utd: De Gea 6, Young 7, Jones 6, Rojo 5, Shaw 6, Mata 6, Pogba 6, Rashford 6, Ibrahimovic 5, Lukaku 5.

Varamenn: Lingard 7, Mkhitaryan 6.

Burnley: Pope 6, Bardsley 7, Mee 7, Long 7, Taylor 6, Jóhann Berg Guðmundsson 8, Defour 7, Cork 6, Arfield 7, Hendrick 6, Barnes 7.

Varamenn: Vokes 6.

 

 


Tengdar fréttir

Lingard bjargaði United

Burnley hefur nú gert jafntefli við United á Old Trafford í síðustu tveimur heimsóknum sínum þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×