Innlent

Börkur kominn aftur á Hraunið

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Börkur Birgisson var dæmdur í sex ára fangelsi 2013.
Börkur Birgisson var dæmdur í sex ára fangelsi 2013. vísir/anton brink
Börkur Birgisson og Stefán Blackburn sem farið hafa frjálsir ferða sinna með ökklaband eru komnir á Litla-Hraun í afplánun.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þeir félagarnir fluttir í fangelsið tveimur dögum fyrir jól en ákvörðun Fangelsismálastofnunar er sögð byggja á upplýsingum frá lögreglu um meinta líkamsárás sem náðist á eftirlitsmyndavél. Atvikið hefur ekki verið kært til lögreglu en meðal skilyrða þess að fá að afplána í rafrænu eftirliti er að ekki falli grunur um refsivert athæfi á fanga.

Börkur og Stefán eru báðir að ljúka afplánun sex ára fangelsisdóma. Börkur fyrir alvarlegar líkamsárásir en Stefán var dæmdur fyrir mannrán og alvarlega líkamsárás ásamt nafna sínum Sívarssyni í Stokkseyrarmálinu svokallaða sem dæmt var í árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×