Fótbolti

Norður-Írar ætla ekki að missa O'Neill

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
O'Neill á hliðarlínunni með sínum mönnum.
O'Neill á hliðarlínunni með sínum mönnum. vísir/getty
Michael O'Neill hefur lyft Norður-írska landsliðinu upp í nýjar hæðir síðan hann tók við liðinu og því ekki skrítið að það eigi að bjóða honum nýjan og langan samning.

Norður-Írar ætla sér að bjóða O'Neill sex ára samning upp úr áramótum því þeir efast ekki um að hann sé rétti maðurinn til þess að leiða liðið áfram.

Undir stjórn O'Neill komst liðið á EM og var grátlega nálægt því að komast á HM. Norður-Írar urðu undir í jöfnu umspili gegn Sviss um laust sæti á HM.

Hinn 48 ára gamli O'Neill á þegar tvö ár eftir af sínum samningi en Írarnir vilja framlengja og það sem fyrst. Skotar hafa einnig sýnt honum áhuga og það munu fleiri gera og því liggur Írum á að semja sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×