Innlent

Skjálfti 3,8 að stærð í Skjaldbreið í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði.
Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði. Loftmyndir ehf
Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreið en þar hafa mælst tæplega hundrað skjálftar síðan í gærkvöldi. Skjálfti 3,8 að stærð var í fjallinu klukkan 8:48 í morgun.

Skjálftahrinan hófst klukkan 19:20 í gærkvöldi með skjálfta 3,5 að stærð. Um hálftíma síðar varð skjálfti að stærð 3,2 og klukkan 21:25 var skjálfti að stærð 3,7.

„Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa jafnir stór skjálftar ekki mælst á svæðinu við Skjaldbreið síðan 1992. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×