Innlent

Skjálfti 3,8 að stærð í Skjaldbreið í morgun

Atli Ísleifsson skrifar
Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði.
Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði. Loftmyndir ehf

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir í fjallinu Skjaldbreið en þar hafa mælst tæplega hundrað skjálftar síðan í gærkvöldi. Skjálfti 3,8 að stærð var í fjallinu klukkan 8:48 í morgun.

Skjálftahrinan hófst klukkan 19:20 í gærkvöldi með skjálfta 3,5 að stærð. Um hálftíma síðar varð skjálfti að stærð 3,2 og klukkan 21:25 var skjálfti að stærð 3,7.

„Stærri skjálftarnir fundust báðir í uppsveitum Árnessýslu en sá fyrri fannst einnig á Kjalarnesi og í Borgarfirði,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa jafnir stór skjálftar ekki mælst á svæðinu við Skjaldbreið síðan 1992. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.