Fótbolti

Chelsea mætir Barcelona og PSG fékk Evrópumeistarana

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun?
Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun? vísir/getty

Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG.

Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0.

Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. 

United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður.

Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.

16-liða úrslitin:
Juventus - Tottenham
Basel - Manchester City
Porto - Liverpool
Sevilla - Manchester United
Real Madrid - PSG
Shakhtar Donetsk - Roma
Chelsea - Barcelona
Bayern Munich - Besiktas

Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.