Íslenski boltinn

Andri ráðinn aðstoðarþjálfari ÍBV

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri í leik með ÍBV.
Andri í leik með ÍBV.

Andri Ólafsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar hjá ÍBV.

Kristján bjargaði ÍBV frá falli í lokaumferð Pepsi deildar karla í haust og stýrði þeim til sigurs í Borgunarbikarnum.

Andri varð hluti af þjálfarateymi ÍBV á síðasta tímabili þegar ljóst var að hann gæti ekki spilað meira með liðinu vegna meiðsla.

Hann er þriðji hlekkurinn í þjálfarateyminu, því Jón Ólafur Daníelsson er Kristjáni einnig til aðstoðar.

Andri á að baki 219 leiki fyrir ÍBV og skoraði hann í síðasta leik sínum fyrir félagið gegn KR á Hásteinsvelli í júní.

„Uppalinn eyjapeyji og er sannarlega með hjartað á réttum stað,“ sagði í fréttatilkynningu frá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.