Enski boltinn

Upphitun: City-menn geta bætt met í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Manchester City getur sett met þegar liðið mætir botnliði Swansea City á útivelli í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Strákarnir hans Peps Guardiola hafa unnið 14 leiki í röð og með sigri í kvöld bæta þeir met Arsenal frá 2002 yfir flesta sigurleiki í efstu deild á Englandi í röð.

City er miklu sigurstranglegri en liðið hefur unnið níu af 12 leikjum sínum gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið í 2. sæti, Manchester United, fær Bournemouth í heimsókn. Romelu Lukaku, sem hefur verið ískaldur að undanförnu, hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum sínum gegn Bournemouth.

Liverpool tekur á móti kaldasta liði deildarinnar, West Brom, sem hefur ekki unnið í 14 leikjum í röð og gæti setið í fallsæti eftir umferðina.

West Ham, sem vann frábæran sigur á Chelsea í síðustu umferð, tekur á móti Arsenal í Lundúnaslag.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, mætir með sína menn á St. James' Park þar sem þeir etja kappi við Newcastle United. Everton hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum gegn Newcastle. Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega á sínum stað í byrjunarliði Everton.

Tottenham fær Brighton í heimsókn. Spurs rústaði Stoke City í síðustu umferð á meðan Brighton tapaði fyrir Huddersfield í nýliðaslag.

Þá fer Claude Puel með sína menn í Leicester City á St. Mary's völlinn þar sem þeir mæta Southampton, sem Puel stýrði á síðasta tímabili.

Leikir dagsins:
19:45 Swansea - Man City
19:45 Newcastle - Everton
19:45 Southampton - Leicester
20:00 Liverpool - West Brom (beint á Stöð 2 Sport)
20:00 Man Utd - Bournemouth (beint á Stöð 2 Sport 2)
20:00 West Ham - Arsenal (beint á Stöð 2 Sport 3)
20:00 Tottenham - BrightonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.