Fótbolti

Bale bjargaði Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Bale fagnar sigurmarki sínu í kvöld. vísir/getty
Real Madrid er komið í úrslit í heimsmeistarakeppni félagsliða eftir að hafa lent í óvæntum vandræðum gegn Al Jazira frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Eftir mikið japl, jaml og fuður náði Real að kreista fram 2-1 sigur þar sem varamaðurinn Gareth Bale tryggði Real sigur.

Real Madrid stýrði algjörlega umferðinni og hver sóknin á fætur annarri dundi á varnarmönnum Al Jazira. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti er Romarinho kom Al Jazira yfir skömmu fyrir hlé.

Kæruleysi í varnarleik Real sem Romarinho nýtti sér með fallegu skoti í fjærhornið.

Stuðningsmönnum Real Madrid létti mikið er Cristiano Ronaldo jafnaði í síðari hálfleik. Hans sjötta mark í keppninni frá upphafi sem gerir hann að þeim markahæsta. Hann fór fram úr Lionel Messi, Luis Suarez og Cesar Delgado.

Gareth Bale var svo nýkominn inn á sem varamaður er hann skoraði með sinni fyrstu snertingu í leiknum og kom Real yfir átta mínútum fyrir leikslok. Það reyndist vera sigurmark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×