Skærgulur litur á nýjum göllum vekur deilur í björgunarsveitum Baldur Guðmundsson skrifar 15. desember 2017 08:00 Nýi gallinn er meðal annars hannaður til að vera sem sýnilegastur í öllum aðstæðum. Mynd/Landsbjörg Sigurður Ólafur „Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að við erum fólkið sem fer út þegar aðrir fara inn. Það að við séum sýnileg skiptir meira máli en flest annað,“ segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Félagið hefur tekið í notkun endurbættan björgunarsveitargalla. Á meðal nýjunga er áberandi litabreyting. Efsti hluti gallans er nú gulur en rauði og blái liturinn heldur sér að öðru leyti. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu um hið nýja útlit en óánægjan varð meðal annars til þess að sérstök nefnd, svokölluð fatanefnd, var sett á fót sem fara á yfir allan einkennisfatnað og merkingamál björgunarsveitanna. „Þetta er afskaplega lýðræðislegt félag og við erum með nefndir um allt mögulegt. Stjórnin ákvað að taka tillit til þeirrar óánægju sem var í gangi,“ segir Jón Ingi við Fréttablaðið um stofnun nefndarinnar. Hönnun gallans hefur að sögn Jóns Inga verið endurbætt til að mæta kröfu félagsmanna um aukinn sýnileika. Ferlið hafi tekið um þrjú ár. „Við höfum verið að leita að smekklegum lausnum og það er komin lending. En þegar gerðar eru breytingar eru aldrei allir sáttir,“ segir hann. Að sögn Jóns Inga geta sveitarmenn áfram notað gallann sem þeir eiga. Hann minnir á að einkennisfatnað björgunarsveitanna þurfi félagsmenn sjálfir að kaupa, eins og allan annað búnað til björgunar. Í því samhengi má nefna að buxur og stakkur kosta saman um 66 þúsund krónur, þótt sveitirnar endurgreiði kostnaðinn að einhverjum hluta. Jón Ingi segir að nýi gallinn, þar sem vösum hefur verið breytt og rennilásar settir undir hendur í því skyni að auka öndun, hafi einnig verið pantaður án gula litarins. Björgunarsveitarfólki standi þannig til boða að kaupa endurbættan galla með eða án litabreytingarinnar. Nokkuð rammt hefur kveðið að mótmælum félagsmanna á samfélagsmiðlum. Ónefndur björgunarsveitarmaður komst svo að orði á Facebook-síðu Landsbjargar að engu væri líkara en að „bæjarstarfsmaður hafi ælt yfir björgunarsveitargallann“ og vísar þar til gula litarins. Jón Ingi hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni en segir að um lítinn, háværan hóp sé að ræða. Reyndin sé sú að langflestir sem pantað hafi galla undanfarið hafi valið þann með gula litnum. Hann sé nánast uppseldur, þó að mikið magn hafi verið pantað. Hann fagnar því hins vegar að fólk láti í sér heyra, það sé heilbrigðismerki á lýðræðislegri umræðu innan Landsbjargar. Eðlilegt sé að skoðanir séu skiptar þegar ráðist sé í breytingar. Hann ítrekar að öryggissjónarmið hafi ráðið för þegar liturinn var valinn. „Fólk er með mismunandi þarfir í starfinu og sem betur fer er gagnrýnin umræða í okkar starfi um flesta hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira