Fótbolti

Ísland í 20. sæti FIFA listans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslensku stelpurnar enduðu fótboltaárið á góðu nótunum.
Íslensku stelpurnar enduðu fótboltaárið á góðu nótunum. vísir/eyþór
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun.

Síðasti listi var birtur 1. september og spilaði íslenska liðið þrjá leiki í undankeppni HM síðan þá. Stelpurnar unnu stórlið Þýskalands á útivelli, gerðu jafntefli við Tékka og unnu Færeyjar auðveldlega hér heima, en fara samt aðeins upp um eitt sæti.

Ísland er því í 20. sæti listans og setur Austurríki niður í 21. sæti.

Bandaríkin, Þýskaland og England halda þremur efstu sætunum, en Ástralir komast upp í fjórða sætið á kostnað Frakka sem fara í það sjötta.

Argentína er hástökkvari listans, fer upp um 83 sæti og í það 36. Listann í heild sinni má sjá hér.

Efstu 25 þjóðir FIFA listans:

Bandaríkin

Þýskaland

England

Ástralía

Kanada

Frakkland

Holland

Brasilía

Japan

Svíþjóð

Norður-Kórea

Danmörk

Spánn

Suður-Kórea

Noregur

Kína

Sviss

Ítalía

Nýja-Sjáland

Ísland

Austurríki

Belgía

Skotland

Kólumbía

Rússland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×