Enski boltinn

Mourinho: Allir leikmenn hafa sitt verð

Dagur Lárusson skrifar
Jose Mourinho
Jose Mourinho vísir/getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, hefur gefið sterklega í skyn að Henrikh Mkhitaryan verði seldur frá félaginu í janúarglugganum en hann var spurður út í leikmanninn á fréttamannafundi í gær.

Mkhitaryan byrjaði tímabilið mjög vel og gaf nokkrar stoðsendingar í fyrstu leikjum liðsins í deildinni en síðan þá hafa frammistöður hans dalað og er hann oft á tíðum ekki í leikmannahópi United.

Aðspurður út í framtíð leikmannsins sagði Mourinhi að allir leikmenn hafa sitt verð.

„Fyrir rétta verðið þá eru allir til sölu, það held ég allaveganna, allir leikmenn hafa sitt verð.“

„Ef að leikmaður er ekki ánægður og lið eru tilbúin að borga fyrir hann háa fjárhæð þá mun ég aldrei segja nei, það gerðist með Memphis Depay og Morgan Scheiderlin til dæmis.

Mourinho kom einnig inná það að hann sé ekki mikill aðdáandi janúargluggans en hann muni þó nota hann til þess að styrkja liðið sitt.

„Ég er ekki mikill aðdáandi janúargluggans en samt kom oft upp tækifæri á þessum tíma til leikmannakaupa sem þú getur ekki hafnað.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×