Enski boltinn

Messan: Þetta reddaðist ekki hjá Son

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ilkay Gündogan kom Manchester City á bragðið í stórleiknum gegn Tottenham á laugardaginn með skalla eftir hornspyrnu. City vann leikinn 4-1.

Varnarleikur Tottenham í marki Gündogans var ekki merkilegur en Son Heung-Min skildi hann einan eftir í vítateignum. Þjóðverjinn þakkaði kærlega fyrir sig og skallaði boltann í netið.

„Þetta er svona „ég veit ég ætti að dekka en ég slepp með þetta.“ Þetta er óþolandi. Maður hefur spilað af og til með mönnum sem höguðu sér svona,“ sagði Ríkharður Daðason um varnarleik Son í Messunni í gær.

Þetta var fyrsta mark Gündogans á tímabilinu en hann er að komast aftur í gang eftir erfið meiðsli.

City hefur unnið 16 leiki í röð og er með 11 stiga forskot á toppi ensku úrvaldeildarinnar.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Lukaku eins og stórt barn

Athygli vakti að Romelu Lukaku stökk ekki bros þegar hann skoraði í 1-2 sigri Manchester United á West Brom á The Hawthornes í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×