Enski boltinn

Mesta sirkusmark sem sést hefur │ Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fyrsta marks viðureignar Watford og Huddersfield á Vicarage Road í Watford um helgina var „einhver mesti sirkus sem að um getur,“ að mati sérfræðinganna í Messunni.

Huddersfield komst yfir í leiknum strax á 6. mínútu með marki frá Elias Kachunga.

Það var ekki nóg að Kachunga hafi verið rangstæður þegar boltinn var lagður fyrir hann, heldur var Laurent Depoitre einnig rangstæður þegar hann fékk boltann og gaf stoðsendinguna.

Huddersfield fór með 1-4 sigur í leiknum og kom sér upp í 11. sæti deildarinnar.

Myndbrot úr Messunni þar sem farið er yfir þetta sirkusmark má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×