Enski boltinn

Sjáðu geggjað mark Gylfa gegn gömlu félögunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi og Wayne Rooney í kvöld.
Gylfi og Wayne Rooney í kvöld. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni er Everton vann 3-1 sigur á Swansea í kvöld.

Gylfi lék í kvöld í fyrsta sinn gegn sínu gamla félagi og hélt upp á það með glæsilegu marki um miðjan síðari hálfleikinn sem kom þeim bláklæddu í 2-1 forystu, eftir að Swansea hafði óvænt komist yfir í fyrri hálfleik með marki Leroy Fer.

Dominic Calvert-Lewin og Wayne Rooney skoruðu hin mörk Everton í leiknum og hefur liðið nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Everton, sem var við fallsvæði deildarinnar fyrir fáeinum vikum, er komið upp í níunda sætið með 25 stig.

Gylfi Þór hefur verið öflugur með Everton í undanförnum leikjum og hét hann uppteknum hætti í kvöld. Samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Gylfi fagnaði ekki glæsimarki

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark á móti fyrrum liðsfélögum sínum í Swansea þegar þeir mættu á Goodison Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×