Enski boltinn

Allardyce: Siggy, vá

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark í 3-1 sigri Everton á gömlu félögum hans í Swansea í gær. Þetta var hans þriðja mark á tímabilinu með Everton.

Swansea komst yfir í fyrri hálfleik og Sam Allardyce, stjóri Everton, var ekki ánægður með frammistöðu hans manna fyrir leikhlé.

„Við fengum klaufalegt mark á okkur þar sem dekkning klikkaði. Það er erfitt að lenda undir í ensku úrvalsdeildinni en lið tapa sjaldan eftir að skora fyrsta markið í leikjum,“ sagði Allardyce.

Dominic Calvert-Lewin var á tánum þegar hann jafnaði metin fyrir Everton, eftir að hafa fylgt eftir skoti Wayne Rooney úr vítaspyrnu sem var varið. „Það var mikill bónus fyrir okkur,“ sagði Allardyce sem var ánægður með frammistöðu Everton í síðari hálfleik.

„Við breyttum aðeins um leikstíl í síðari hálfleik. Siggy, vá, hann kom með einmitt það sem þurfti og breytti leiknum,“ sagði Allardyce en mark Gylfa kom Everton yfir á 64. mínútu leiksins.

„Það þarf smá snilld frá leikmanni sem getur breytt leikjum og það var það sem við þurftum á að halda og fengum. Það var nóg til að klára leikinn án teljandi vandræða.“


Tengdar fréttir

Gylfi fagnaði ekki glæsimarki

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði glæsilegt mark á móti fyrrum liðsfélögum sínum í Swansea þegar þeir mættu á Goodison Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×