Erlent

Gætu hlotið fangelsisdóm fyrir „skyndiskilnaði“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Indverskar konur fögnuði úrskurði Hæstaréttar í málinu í ágúst síðastliðnum.
Indverskar konur fögnuði úrskurði Hæstaréttar í málinu í ágúst síðastliðnum. Vísir/Getty
Indverskir eiginmenn sem láta reyna á svokallaðan „skyndiskilnað“ gætu átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, samkvæmt lagasetningartillögu sem er nú til skoðunar á Indlandi. BBC greinir frá.

Í ágúst síðastliðnum úrskurðaði hæstiréttur á Indlandi að skyndiskilnaðir brjóti í bága við stjórnarskrá landsins. Indland var eitt fárra ríkja þar sem karlmönnum innan íslam var gert kleift að skilja við eiginkonur sínar á örskotsstundu með því að segja orðið „talaq“, sem þýðir skilnaður, þrisvar sinnum í röð. Konurnar höfðu ekki slík réttindi.

Yfirvöld á Indlandi segja aðferðina þó hafa verið notaða ítrekað síðan úrskurður Hæstaréttar var kveðinn upp.

Í nýju lögunum, sem tryggja eiga réttindi múslimakvenna til hjónabands, er gert ráð fyrir algjöru banni á téðri skilnaðaraðferð. Þá yrðu einnig ákvæði í lögunum um barnabætur og forræði kvenna yfir börnum sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×