Fótbolti

Albert fékk rauða spjaldið í martraðarendi PSV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Albert Guðmundsson gengur af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson og félagar í unglingaliði PSV Eindhoven töpuðu í kvöld 3-2 á heimavelli á móti Fortuna Sittard í hollensku b-deildinni.

Þetta leit vel út fyrir PSV liðið þegar aðeins tíu mínútur voru eftir af leiknum en liðið var þá 2-1 yfir.

Leikmenn Fortuna Sittard snéru hinsvegar leiknum við með tveimur mörkum á tveimur mínútum og tryggðu sér sigurinn. Fyrra markið kom úr víti.

Albert Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald á þriðju mínútu í uppbótartíma og fór því snemma í sturtu.

Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir PSV liðið sem var 2-0 yfir í hálfleik eftir mörk frá Donyell Malen og Sam Lammers. Albert fékk líka frábært færi til að skora þriðja mark liðsins í fyrri hálfleiknum.

PSV gaf mikið eftir í seinni hálfleik og tapaði honum 3-0. Albert fékk fyrra gula spjaldið sitt eftir 66. mínútna leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×