Börn á ofbeldisheimilum Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:15 Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun