Börn á ofbeldisheimilum Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2017 07:15 Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Nýlega fékk Kvennaathvarfið viðurkenningu Barnaheilla fyrir framlag til mannréttinda barna, betri viðurkenningu er vart hægt að hugsa sér. Í viðurkenningunni felst sú mikilvæga hugsun að börn á ofbeldisheimilum séu hópur sem huga þurfi sérstaklega að. Stundum gleymast það reyndar, enda er kannski erfiðara að muna en að muna ekki að á Íslandi búa hundruðir barna á nokkurs konar vígvelli heima hjá sér, horfa upp á veruleika sem væri stranglega bannaður þeirra aldurshópi ef hann væri sjónvarpsefni og sem hafa sjaldan nokkurn til að tala við um það sem þau upplifa. Börn leita oftast til foreldra sinna þegar þau verða hrædd en hvað með börnin sem eru hræddust þegar pabbi ræðst á mömmu og þau halda að hann ætli kannski að drepa hana í þetta sinn? Eða þau sem hlusta á öskur og ókvæðisorð fljúga á milli veggja á heima hjá þeim? Til hverra geta þau leitað? Í dag eru 35 ár síðan Kvennaathvarfið opnaði. Síðan hafa rúmlega 3100 börn dvalið í athvarfinu. Á þessu ári hafa næstum 100 börn dvalið í Kvennaathvarfinu, flest talsvert lengi eða allavega í lengri tíma en æskilegt er í neyðarathvarfi. Þau kvarta svo sem ekki yfir aðbúnaðinum og það líður yfirleitt undrastuttur tími frá því að þau trítla stóreyg og nýkomin um húsið og reyna að raða saman nýjum veruleika og þangað til þau eiga húsið nokkurn veginn skuldlaust og starfskonurnar með húð og hári. Kannski gerist þetta svona hratt af því að þau eru vön því að bregðast við fáránlegum aðstæðum. Líf á ofbeldisheimili hlýtur alltaf að vera fjarstæðukennt rétt eins og orðið heimilisofbeldi sem í eðli sínu er svo fráleitt að það ætti ekki að vera til í tungumálinu. Börnin láta til sín taka í athvarfinu og hafa bæði kennt okkur sitthvað um börn á ofbeldisheimilum og rennt stoðum undir það sem við höfum lært eftir öðrum leiðum. Drengur með meistarapróf í felustöðum, ekki af því að honum þyki svo gaman í feluleik, börn með botnlausan áhuga á öryggiskerfinu og því hvort það virki örugglega og stúlka sem vildi alls ekki fara til pabba af því að hann var vondur við hana og mömmu en bætti svo við að það væri samt góð lykt af honum setja margt af því sem við höfðum áður lært í alvöru samhengi. Það er lag einmitt núna að beina sjónum að börnum á ofbeldisheimilum. Það má ekki seinna vera því börn hafa ekki tíma til að bíða, barnæskan er stutt og þó það sé kannski aldrei of seint að eiga gott líf þá er á ákveðnum tímapunkti of seint að eiga góða barnæsku. Rannsóknir sýna að ofbeldi á æskuheimili auka líkurnar á því að barn eigi í erfiðleikum með tengslamyndun og með að eignast vini, sé lagt í einelti og eigi við náms- og hegðunarvanda að stríða svo nokkuð sé nefnt. Sjaldnast fá þau hjálp vegna ofbeldisins. Þau fá stundum aðstoð, stuðning eða lyf vegna afleiðinganna, einkum hegðunarvandans en það er ekki nóg. Ekkert lyf sem barni er gefið, hvorki rítalín né verkjalyf við höfuðverk, virkar á heimilisofbeldi af því að heimilisofbeldi er ekki börnunum að kenna. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun