Innlent

Siðareglur hjá Reykjavíkurborg endurskoðaðar í kjölfar #Metoo

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn.
Tillagan var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að fela forsætisnefnd og ofbeldisvarnarnefnd að gera tillögur að aðgerðum til að bregðast við kynferðislegir áreitni og kynbundnu ofbeldi í starfsumhverfi borgarinnar.

Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi borgarstjórnar í dag.

Lagt var til að umfang vandans verði metið, að siðareglur kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar verði yfirfarnar ásamt samþykktri stefnumörkun, verklagsreglum og viðbragðsáætlunum og að gerðar verði tillögur til úrbóta þar sem þess er þörf.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins.Vísir/stefán

„Samráð skal haft við mannauðsdeild ráðhússins og hagsmunaaðila og önnur fyrirtæki og stofnanir borgarinnar sem kunna að skipta máli. Gert er ráð fyrir að nefndirnar skili borgarstjórn tillögu að aðgerðar-, tíma-, og kostnaðaráætlun fyrir 1. febrúar 2018. Borgarstjórn samþykkir jafnframt að fela mannauðsdeild ráðhússins að standa fyrir opnum fundi um kynbundna og kynferðislega áreitni,“ segir í tillögunni sem var samþykkt samhljóða.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, flutti tillöguna. Heiða Björg stofnaði Facebook hópinn Í skugga valdsins þar sem íslenskar stjórnmálakonur úr öllum flokkum og af öllum stigum stjórnmálanna hafa tjáð sig um ofbeldi og áreitni sem þær hafa orðið fyrir í starfi. 

Á fimmta hundrað stjórnmálakakonur skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þær kölluðu eftir breytingum á stjórnmálamenningu landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×