Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Atli Ísleifsson skrifar
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar mótmælir áformunum harðlega. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og meðal annars rætt við Kristján Þór Júlíusson, nýskipaðan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Þá kynnum við okkur sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, sem Facebook opnaði í gær en framkvæmdastjóri Heimilis og skóla efast um að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi.

Loks verðum við í beinni útsendingu frá sannkallaðri jólastemmningu í Eyjafirði. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×