Fótbolti

Zorro mætti á blaðamannafund Shakthar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paulo Fonseca í fullum skrúða
Paulo Fonseca í fullum skrúða vísir/ap

Paulo Fonseca, knattspyrnustjóri úkraínska liðsins Shakthar Donetsk, mætti á blaðamannafund klæddur sem Zorro eftir sigur liðsins á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í gær.

Hann var með því að uppfylla loforð um að mæta sem Zorro ef Shakthar kæmist áfram upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Þetta er skemmtilegasti blaðamannafundur á ferlinum,“ sagði Fonseca.

„Ég er mjög ánægður. Ég held það séu ekki aðeins stuðningsmenn Shakhtar, heldur öll úkraínska þjóðin, sem er stolt af liðinu. Tólf stig í þessum riðli eru frábær.“

Úkraínumeistararnir urðu fyrsta liðið til þess að leggja Manchester City að velli á tímabilinu þegar þeir unnu 2-1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.