Fótbolti

Vazquez: Við erum vondi karlinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vazquez fagnar marki sínu í gær
Vazquez fagnar marki sínu í gær

Lucas Vazquez sagði Real Madrid enn vera liðið sem hin liðin þurfa að óttast þegar dregið verður til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu á mánudaginn.

Evrópumeistararnir unnu Dortmund 3-2 í gær og tryggðu sér annað sæti H-riðils.

„Í Meistaradeildinni erum við vondi karlinn. Það er ljóst. Á síðasta ári fórum við áfram í öðru sæti riðilsins og það var ekkert vandamál,“ sagði Vazquez sem skoraði sigurmark Madrid í gær.

„Það er enginn óska mótherji. Til að vinna Meistaradeildina þá þarftu að sigra þá bestu.“

Real Madrid getur mætt Besiktas, Liverpool, Manchester City, Manchester United, PSG eða Roma í 16-liða úrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.