Innlent

Öflugri gæslu en ekki herða refsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist sammála þeirri stefnu sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum.
Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist sammála þeirri stefnu sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. vísir/anton brink
Ekki hefur verið ákveðið hvernig ákvæði stjórnarsáttmálans um aðgerðir í fíkniefnamálum verða útfærðar. Þar segir að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna „en styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu fíkniefna. Tryggja þarf fíklum viðunandi meðferðarúrræði með samvinnu dóms-, félags- og heilbrigðiskerfis.“

Sigríður Andersen segir að dómsmálaráðuneytið eigi fulltrúa í hóp sem heilbrigðisráðherra skipaði og hefur það hlutverk að fjalla um skaða­minnkandi aðgerðir í fíkniefnamálum

Páll Winkel, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segist sammála þeirri stefnu sem kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að greina á milli þeirra sem eru komnir í afbrot vegna þess að þeir ráða ekki við fíkn og hins vegar þeirra sem stunda skipulagða glæpastarfsemi og koma öðru fólki í þá aðstöðu að fremja afbrot vegna fíknar,“ segir hann.

Páll segist yfirhöfuð vera mótfallinn þyngri refsingum. „Enda er ekki talað beinlínis um það þarna. Heldur er verið að vísa til öflugri löggæslu,“ segir hann og segist fremur vera talsmaður öflugri löggæslu og betri fangelsa.




Tengdar fréttir

Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi

Draga á úr refsingum fyrir vörslu og neyslu en herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna. Tekjuafgangur fjárlagafrumvarps minnkar um tíu milljarða króna. Ítarlegur málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×