Innlent

Einn alvarlega slasaður eftir árekstur á Biskupstungnabraut

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins.
Um klukkan ellefu í morgun barst til Neyðarlínu tilkynning um árekstur fólksbifreiðar og sendibifreiðar á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að þrír séu slasaðir. 

Brunavarnir Árnessýslu, lögregla, sjúkraflutningar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og þyrla Landhelgisgæslunnar eru við vinnu á vettvangi og er Biskupstungnabraut lokuð meðan á þessu stendur en lögreglan mun upplýsa hvenær opnað verður aftur fyrir umferð.

Uppfært klukkan 12:30:

Þrír einstaklingar voru fluttir með þyrlu LHG af slysavettvangi eftir áreksturinn. Einn þeirra er alvarlega slasaður. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa hefur verið kölluð á vettvang. Umferð er hleypt með stýringu um Biskupstungnabraut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×