Enski boltinn

Sá markahæsti á Englandi er með fæst mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Liverpool maðurinn Mohamed Salah hoppaði um helgina upp í efsta sætið yfir markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar.

Mohamed Salah skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Liverpool á Southampton og er þar með kominn með 9 mörk í fyrstu 12 umferðunum.

Mohamed Salah er með eins marks forskot á þá Álvaro Morata (Chelsea), Sergio Agüero (Manchester City), Romelu Lukaku (Manchester United) og Harry Kane (Tottenham) en þeir hafa allir skorað 8 mörk.

Níu mörkin hans Mohamed Salah duga þó skammt í samanburðinum við markahæstu menn í hinum stóru deildunum í evrópska fótboltanum.

Markahæstu menn á Ítalíu, á Spáni, í Frakklandi og í Þýskalandi hafa allir skorað tólf mörk eða fleiri eins og sjá má hér fyrir neðan.





Ítalinn Ciro Immobile hjá Lazio er markahæstur í Seríu A á Ítalíu með 15 mörk, Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Bayern München er markahæstur í þýsku Bundesligunni með 13 mörk, Úrúgvæinn Edinson Cavani hjá Paris Saint Germain er markhæstur í frönsku deildinni með 15 mörk og í spænski deildinni er Lionel Messi hjá Barcelona markahæstur með 12 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×