Aron Einar og félagar í annað sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff
Aron Einar var í byrjunarliði Cardiff vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City sem sótti Barnsley heim í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Callum Paterson skoraði sigurmarkið fyrir Cardiff á 83. mínútu, lokatölur 0-1.

Aron Einar var tekinn af velli á 74. mínútu leiksins, en hann er enn að ná sér af meiðslum.

Cardiff fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar.

Jón Daði Böðvarsson er einnig að ná sér af meiðslum en hann var á bekknum hjá Reading sem sótti Bolton heim.

Selfyssingurinn kom inn á á 66. mínútu, í stöðunni 2-0 fyrir Bolton. Hann náði þó ekki að komast á blað, en það gerðu liðsfélagar hans og tókst Reading að jafna leikinn, 2-2.

Hörður Björgvin Magnússon sat á bekknum er Bristol City lá fyrir Preston 1-2 á heimavelli. Birkir Bjarnason vermdi einnig tréverkið þegar lið hans Aston Villa bar sigurorð af Sunderland.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira