Innlent

Hlé á gullleitinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Skipið sem notað var við fyrri leit í Minden.
Skipið sem notað var við fyrri leit í Minden. Vísir/eyþór
„Við höfum spurt forsvarsmann hvort aðgerð sé lokið en ekki fengið svar enn þá,“ segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, um fjársjóðsleit í þýska skipinu Minden.

Leitarskip á vegum Advanced Marine Services hörfaði í fyrradag undan veðri af leitarsvæðinu. Óljóst er hvort leiðangursmenn hafi áður náð markmiði sínu; að ná skáp með gulli úr flaki Minden sem liggur á meira en 2,2 kílómetra dýpi.

„Landhelgisgæslan hefur ekki haft afskipti af leiðangrinum að öðru leyti en því að taka við reglubundnum tilkynningum frá skipinu og ferilvakta það eftir föngum,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Sveinn segir tilkynningu um verklok hins vegar ekki hafa borist. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×