Innlent

Viðræður færast inn í flokkana

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Formenn flokkana í ráðherrabústaðnum.
Formenn flokkana í ráðherrabústaðnum. vísir/Ernir
Viðræður um myndun ríkisstjórnar munu dragast framyfir helgi. Stefnt er að því að málefnavinnunni ljúki um helgina og verkaskipting milli stjórnmálaflokkanna þriggja verði látin bíða jafnvel fram í næstu viku.

Þrýstingur á formenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um skiptingu ráðuneyta er sagður mestur innan úr flokkunum. Samningaviðræður um verkaskiptingu muni því að mestu færast úr viðræðum milli flokkanna og inn í þá sjálfa um helgina. Enda hafa bæði flokksmenn og ráðherraefni þeirra ólík viðhorf til þess hvaða ráðuneyti eru fýsilegust.

Stefnt er því að flokksráðin verði kölluð saman um miðja næstu viku. Þá munu þau taka afstöðu til stjórnarsamstarfsins sem unnið hefur verið að síðustu vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×