Formúla 1

Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel í ferð undir ljósunum í Abú Dabí.
Sebastian Vettel í ferð undir ljósunum í Abú Dabí. Vísir/Getty

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins.

Fyrri æfingin
Hamilton varð annar á æfingunni, einungis 0,120 sekúndum á eftir Vettel. Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og Kimi Raikkonen á Ferrari var fjórði.

Romain Grosjean á Haas sneri bíl sínum í beygju 19. Hann straukst utan í varnarvegg en slapp með skrekkinn. Nico Hulkenberg og Antonio Giovinazzi náðu báðir að snúa bíl sínum á æfingunni.

Lewis Hamilton á brautinni í Abú Dabí. Vísir/Getty

Seinni æfingin
Hamilton var 0,149 sekúndum fljótari en Vettel á seinni æfingunni. Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji með um það bil sama mun í Vettel og varð á milli Hamilton og Vettel.

Rafmagnsvandamál gerði vart við sig í Haas bíl Grosjean. Hann náði einungis að aka 12 hringi á æfingunni. Hann ók skemmst allra á æfingunni en sá sem lengst fór náði 43 hringjum.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Bein útsending frá keppnninni, sem er sú síðasta á tímabilinu hefst klukkan 12:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí

Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.