Formúla 1

Bottas: Nú ætla ég að vinna á morgun

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír hröðustu frá vinstri: Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og Lewis Hamilton.
Þrír hröðustu frá vinstri: Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Vísir/Getty

Valtteri Bottas náði sínum öðrum ráspól í röð í dag. Hann var óstöðvandi á Mercedes bílnum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

„Auðvitað hjálpar að hafa fjölskylduna hér tila ð styðja mig, konan mín er hér þessa helgi. Ég er afar ánægður með þetta. Bíllinn var mjög góður. Það er bara markmiðið núna að snúa ráspólnum upp í sigur á morgun. Ég var afar svekktur með að ná ekki að vinna í Brasilíu í síðustu keppni. Ég ætla ekki að klúðra því aftur,“ sagði Bottas.

„Valtteri átti ótrúlegan tímatöku, ég vil byrja á að óska honum til hamingju. Þetta var skemmtilegt, ég virðist þó vera að missa hraða í tímatökunum undanfarið. Það eru svona litlir hlutir hér og þar sem kostuðu mig ráspól,“ sagði Lewis Hamilton sem varð annar á Mercedes.

„Þetta var ágætis tímataka, auðvitað er svekkjandi að komast ekki nær Mercedes en þetta. Við ættum að vera betri hér á morgun í keppninni,“ sagði Sebastian Vettel sem varð þriðji á Ferrari.

„Við þurftum aðeins að vinna í bílnum í tímatökunni. Við vorum bara að ræða málin og komast að niðurstöðu. Það er gott að sjá að það tókst. Ég held að það sé klárt tækifæri á verðlaunasæti hér á morgun. Það er svo spurning hvernig keppnin þróast,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð fjórði á Red Bull.

Felipe Massa var í sinni síðustu tímatöku í Formúlu 1 í dag. Vísir/Getty

„Tímatakan var erfið, ég var í vandræðum með bílinn á öllum æfingum og í tímtaökunni. Það voru að koma upp mismunandi vandamál. Við þurfum að komast til botns í þessu sem fyrst til að reyna að eiga möguleika í keppninni,“ sagði Max Verstappen sem varð sjötti á Red Bull.

„Ég hefði ekki getað gert meira í dag. Ég skil ekki alveg hvernig ég komst í þriðju lotuna Ég var gjörsamlega á mörkunum. Það er svoleiðis sem ég vildi alltaf hætta í Formúlu 1, með höfuðið hátt og í baráttunni. Ég vil fyrst og fremst hafa gaman á morgun. Ég mun ekki spara neitt, ég hef engu að tapa,“ sagði Felipe Masssa sem varð tíundi á Williams í sinni síðustu tímatöku í Formúlu 1.

„Ég hafði hraðan til að verða sjöundi. Ég er ekki kátur, sem betur fer er þetta bara tímatakan. Kannski get ég náð góðri ræsingu á morgun og bætt stöðu mína. Ég mun ekkert básúna hér af hverju ég er ósáttur, en það hafði ekkert með bílinn að gera,“ sagði Esteban Ocon sem varð níundi á Force India bílnum.

„Ég er nokkuð sáttur með þetta. Ég lenti í smá vandræðum með Nico Hulkenberg á einum tímapunkti. Það var svo ,“ sagði Sergio Perez sem varð áttundi á Force India.


Tengdar fréttir

Valtteri Bottas á ráspól í Abú Dabí

Valtteri Bottas á Mercedes náði í síðasta ráspól tímabilsins í Formúlu 1 í Abú Dabí í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Vettel og Hamilton fljótastir á föstudegi í Abú Dabí

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Abú Dabí kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes, sem er orðinn heimsmeistari í ár var fljótastur á seinni æfingu dagsins.

Felipe Massa væntir tilfinningaríkrar keppni í Abú Dabí

Felipe Massa, ökumaður Williams liðsins býst við að keppnin í Abú Dabí um komandi helgi verði tilfinningaþrungin. Keppnin verður bæði síðasta keppni tímabilsins og síðasta keppni brasilíska ökumannsins í Formúlu 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.