Enski boltinn

Stöngin inn og stöngin út hjá Gylfa og Jóhanni Berg á sömu mínútunni í gær | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Samsett/Getty
Landliðsmennirnir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru báðir í sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í gær en lið þeirra beggja urðu þó að sætta sig við tap. Litlu munaði að íslensku strákarnir opnuðu markareikning sinn á tímabilinu á sömu mínútunni.

Everton tapaði 4-1 á útivelli á móti Southampton en Burnley tapaði 1-0 á heimavelli á móti Arsenal þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Everton leiksins með frábæru langskoti undir lok fyrri hálfleiks.

Litlu munaði þó að Gylfi og Jóhann Berg hefðu skorað á sömu mínútunni í gær. Rétt áður en Gylfi skoraði markið sitt þá átti Jóhann Berg skot sem Petr Cech varði í stöngina.

Atvikið með Jóhanni kom á á fimmtándu mínútu í leik Burnley og Arsenal en sá leikur hófst hálftíma á eftir Everton-leiknum.

Skot Gylfa fór tvisvar í slána og einu sinni í stöngina áður en hann fór í markið.

Það var því stöngin inn hjá Gylfa og stöngin út hjá Jóhanni þegar klukkan var rúmlega korter gengin í þrjú í gær.

Það hefði verið magnað ef tveir íslenskir landsliðsmenn hefðu skorað á sömu mínútunni í ensku úrvalsdeildinni en markið hans Gylfa var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Hér fyrir neðan má sjá  myndbönd frá leikjum íslensku strákanna þar sem einmitt má sjá þessi tvö skot þeirra.



Mark Gylfa og hin mörkin í leik Southampton og Everton
Stangarskot Jóhanns Berg og sigurmark Arsenal á móti Burnley



Fleiri fréttir

Sjá meira


×