Enski boltinn

Messan: Bjarni Guðjóns og Hjörvar voru ekki sammála um Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messan fór yfir þrettándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en þar á meðal voru tekin fyrir föstu leikatriðin hjá liði Manchester United.

Ríkharð Óskar Guðnason sá um Messuna í gær og gestir hans að þessu sinni voru þeir Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson.

Strákarnir tóku fyrir föstu leikatriðin hjá Manchester United en þar eru leikmenn United engin lömb að leika sér við. Hjörvar hrósaði föstu leikatriðunum United liðsins en Bjarni var ekki alveg sammála því.

„Það er engin eðlileg hæð í þessu Manchester United liði. Þú ert með Pogba inn í boxinu, Smalling, Lindelöf og Zlatan. Það er mikil pressa og United menn eru hvað hættulegastir í loftinu,“ sagði Hjörvar.

Bjarni benti hinsvegar á það að leikmenn Brighton voru alltaf að vinna fyrsta boltann í þessum föstu leikatriðum. „Sjáðu þetta.,“ sagði Reynir og þeir horfðu saman á nokkrar hornspyrnur Manchester United þar sem leikmenn Brighton voru að vinna fyrsta boltann.

Það má finna alla umfjöllun strákanna í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×