Enski boltinn

Messan: Öfugsnúinn dagur hjá Shawcross

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Shawcross átti ekki góðan leik eð Stoke um helgina þegar liðið tapaði á móti botnliði Crystal Palace í þrettándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ríkharð Óskar Guðnason sá um Messuna í gær og gestir hans að þessu sinni voru þeir Hjörvar Hafliðason og Bjarni Guðjónsson. Þeir fóru yfir frammistöðu Ryan Shawcross og ræddu ástæðurnar fyrir því að fyrirliði Stoke var ekki að finna sig í leiknum.

Þetta var öfugsnúinn hjá Ryan Shawcross sem kom í veg fyrir mörk síns liðs í sókn og auðveldaði síðan mótherjunum að skora hinum megin á vellinum.

Strákarnir sýndu meðal annars frá því þegar Ryan Shawcross bjargaði á marklínu frá leikmanni síns liðs þegar skot Xherdan Shaqiri virtist stefna í fjærhornið.

Í stað þess að koma boltanum í markið og sjá um leið nánast til þess að Stoke kláraði leikinn þá hreinsaði Shawcross frá marki á marklínunni og Stoke komst ekki í 2-0.

Strákarnir höfðu engar sannanir fyrir því að Ryan Shawcross hefði þarna bjargað á marklínu en gátu verið sammála um það að hann hafi að minnsta kosti klúðraði algjöru dauðafæri til að koma Stoke í 2-0.

Ryan Shawcross var síðan í tómu tjóni í mörkum Crystal Palace eins og farið var yfir í skjánum.

Það má sjá umfjöllun Messunnar um Ryan Shawcross á móti Crystal Palace í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×