Enski boltinn

Gary Martin rekinn frá York vegna agabrots

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin.
Gary Martin. Vísir/Getty
Íslandsvinurinn Gary Martin mun ekki leika með enska liðinu York City á þessu tímabili eins og hann hafði samið um.

York City Football Club gat út fréttatilkynningu á heimasíðu sinni að búið væri að reka Gary Martin frá liðinu vegna agabrots.







York City spilar í National League sem er næstefsta utandeildin eða sjötta efstu deildin í Englandi.

Hinn 27 ára gamli Gary Martin kom til York City 2. nóvember síðastliðinn eftir að hafa misst samning sinn hjá belgíska félaginu Lokeren.

Fréttatilkynning York City Football Club er stutt og skorinort og þar kemur líka fram að félagið muni ekki tjá sig frekar um málið.

Gary John Martin lék í Pepsi-deildinni með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík og varð markakóngur deildarinnar sumarið 2014 með 13 mörk í 21 leik.  Hann fór til KSC Lokeren í janúar á þessu ári en hætti hjá belgíska félaginu fyrr í þessum mánuði.

Gary lék síðast hér heima með Víkingum í Pepsi-deildinni sumarið 2016 en fór til Lilleström í ágúst og kláraði tímabilið með liðinu. Martin skoraði 4 mörk í 10 leikjum í norsku úrvalsdeildinni. Hann náði að spila átta leiki í belgísku deildinni með Lokeren en tókst ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×